Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   lau 25. september 2021 16:31
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Langt síðan við höfum komið hingað og unnið svona sannfærandi sigur, við vorum að mínu mati betra liðið heilt yfir þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög dapur af beggja liða hálfu að þá vorum við mun öflugri og skorum tvö góð mörk, höldum hreinu og náðum þriðja sætinu sem við vorum að stefna að fyrir þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigurinn á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KR

Staðan var markalaus í hálfleik og FH var 0-1 yfir fyrir norðan og segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR að hann hafi látið strákana sína vita af stöðunni fyrir norðan.

„Við vissum hvernig staðan var fyrir norðan og ég lét strákana vita af því og gerði þeim ljóst fyrir tækifærinu sem biðu okkar ef sú staða myndi haldast og við myndum gera okkar."

Núna er Pepsí Max-deildinni lokið og var Rúnar spurður hvernig hann horfi á tímabilið í heild sinni.

„Við enduðum í þriðja sæti sem við getum sætt okkur við þó svo að KR vilji alltaf vera vera að berjast um titil og vinna titla, við duttum snemma út úr bikarnum á móti Víkingum sem eru núna Íslandsmeistarar og ég vill óska þeim til hamingju með titilinn um leið."

Evrópudraumur KR lifir en núna þarf liðið að treysta á að Víkingar vinni bikarinn.

„Þetta verður löng bið, við getum ekki stjórnað einu né neinu í þeim efnum og við verðum bara bíða þangað til að bikarúrslitaleikurinn er búin eða kannski vitum við það 4.Október þegar undanúrslitin eru búin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner