Maguire á óskalistum í Sádi-Arabíu - Liverpool horfir til Olise - Guehi eftirsóttur og Liverpool gæti reynt aftur í janúar
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
Jói Bjarna: Ég tek seinna markið á mig
Emma Fanndal: Vorum mjög tilbúnar í þennan leik og það sást vel á vellinum
Stýrði Grindavík/Njarðvík upp í Bestu deild - „Þetta verður ömurlegt viðtal, sorry ég biðst afsökunar fyrirfram"
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Bjarki Steinn: Við verðum að horfa á það þannig
Guðlaugur Victor: Verður allavega engin afsökun að völlurinn sé ekki nógu góður
Andri Lucas: Ætla að búa mér til mitt eigið Guðjohnsen nafn
Jón Dagur: Augljóst að við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli
Daníel Tristan stoltur: Klár í allt sem Arnar vill
Eggert Aron nýtur sín í Bergen - „Freysi hefur treyst mér fyrir hlutunum“
   lau 25. september 2021 16:31
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Langt síðan við höfum komið hingað og unnið svona sannfærandi sigur, við vorum að mínu mati betra liðið heilt yfir þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög dapur af beggja liða hálfu að þá vorum við mun öflugri og skorum tvö góð mörk, höldum hreinu og náðum þriðja sætinu sem við vorum að stefna að fyrir þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigurinn á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KR

Staðan var markalaus í hálfleik og FH var 0-1 yfir fyrir norðan og segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR að hann hafi látið strákana sína vita af stöðunni fyrir norðan.

„Við vissum hvernig staðan var fyrir norðan og ég lét strákana vita af því og gerði þeim ljóst fyrir tækifærinu sem biðu okkar ef sú staða myndi haldast og við myndum gera okkar."

Núna er Pepsí Max-deildinni lokið og var Rúnar spurður hvernig hann horfi á tímabilið í heild sinni.

„Við enduðum í þriðja sæti sem við getum sætt okkur við þó svo að KR vilji alltaf vera vera að berjast um titil og vinna titla, við duttum snemma út úr bikarnum á móti Víkingum sem eru núna Íslandsmeistarar og ég vill óska þeim til hamingju með titilinn um leið."

Evrópudraumur KR lifir en núna þarf liðið að treysta á að Víkingar vinni bikarinn.

„Þetta verður löng bið, við getum ekki stjórnað einu né neinu í þeim efnum og við verðum bara bíða þangað til að bikarúrslitaleikurinn er búin eða kannski vitum við það 4.Október þegar undanúrslitin eru búin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir