Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 25. september 2021 16:31
Anton Freyr Jónsson
Rúnar Kristins: Þetta verður löng bið
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður bara mjög vel. Langt síðan við höfum komið hingað og unnið svona sannfærandi sigur, við vorum að mínu mati betra liðið heilt yfir þó svo að fyrri hálfleikurinn hafi verið mjög dapur af beggja liða hálfu að þá vorum við mun öflugri og skorum tvö góð mörk, höldum hreinu og náðum þriðja sætinu sem við vorum að stefna að fyrir þennan leik," sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir sigurinn á Stjörnunni í dag.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  2 KR

Staðan var markalaus í hálfleik og FH var 0-1 yfir fyrir norðan og segir Rúnar Kristinsson þjálfari KR að hann hafi látið strákana sína vita af stöðunni fyrir norðan.

„Við vissum hvernig staðan var fyrir norðan og ég lét strákana vita af því og gerði þeim ljóst fyrir tækifærinu sem biðu okkar ef sú staða myndi haldast og við myndum gera okkar."

Núna er Pepsí Max-deildinni lokið og var Rúnar spurður hvernig hann horfi á tímabilið í heild sinni.

„Við enduðum í þriðja sæti sem við getum sætt okkur við þó svo að KR vilji alltaf vera vera að berjast um titil og vinna titla, við duttum snemma út úr bikarnum á móti Víkingum sem eru núna Íslandsmeistarar og ég vill óska þeim til hamingju með titilinn um leið."

Evrópudraumur KR lifir en núna þarf liðið að treysta á að Víkingar vinni bikarinn.

„Þetta verður löng bið, við getum ekki stjórnað einu né neinu í þeim efnum og við verðum bara bíða þangað til að bikarúrslitaleikurinn er búin eða kannski vitum við það 4.Október þegar undanúrslitin eru búin."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir