Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 25. september 2021 17:49
Brynjar Ingi Erluson
Sérstök stund fyrir Davey - „Hann sagði við mig að við myndum halda okkur uppi"
Alex Davey í leik með ÍA
Alex Davey í leik með ÍA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski varnarmaðurinn Alex Davey segir að augnablikið hafi verið sérstakt er ÍA tókst að bjarga sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni.

Davey ólst upp hjá Chelsea og spilaði meðal annars með hollenska varnarmanninum Nathan Aké fyrir U21-árs liðið.

Hann hefur spilað víðs vegar um heiminn síðustu ár, meðal annars með Stabæk í Noregi og Tampa Bay Rowdies í Bandaríkjunum áður en hann samdi við ÍA fyrir tímabilið.

Davey skoraði fyrsta mark ÍA í 3-2 endurkomusigri gegn Keflavík í dag og átti flottan leik en hann missti góðan vin í júlí eftir baráttu við krabbamein.

„Ég er ekki þessi manneskja sem fagnar því að halda sér uppi en þessi leikur var sérstakur fyrir mig. Spencer sagði við mig að við myndum halda okkur uppi og hann var þarna að fylgjast með í dag. Stuðningurinn var magnaður. Takk fyrir þessa sérstöku stund" sagði Davey á Twitter.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner