PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
banner
   lau 25. september 2021 16:45
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Leipzig vann stórsigur á Herthu
Fimm leikjum er lokið í þýsku deildinni í dag þar sem RB Leipzig kjöldró Herthu Berlín, 6-0. Christopher Nkunku skoraði tvö og lagði upp eitt fyrir Leipzig.

Leipzig byrjaði tímabilið afar illa og vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjunum en nú virðist vera kominn allt annar bragur á liðið.

Christopher Nkunku kom þeim á bragðið á 16. mínútu og lagði hann svo upp annað markið fyrir Yussuf Poulsen sjö mínútum síðar. Nordi Mukiele bætti við þriðja markinu undir lok fyrri hálfleiks.

Leipzig gerði þrjú mörk til viðbótar í þeim síðari. Emil Forsberg skoraði úr víti á 60. mínútu og þá gerði Nkunku annað mark sitt tíu mínútum síðar. Amadou Haidara gerði sjötta og síðasta mark leiksins þrettán mínútum fyrir leikslok.

Eintracht Frankfurt og Köln gerðu 1-1 jafntefli. Hinn 18 ára gamli Florian Wirtz skoraði sigurmark Bayer Leverkusen gegn Mainz og þá vann Hoffenheim óvæntan 3-1 sigur á Wolfsburg.

Wolfsburg vann fyrstu fjóra leiki tímabilsins en hefur ekki tekist að vinna í síðustu tveimur.

Úrslit og markaskorarar:

RB Leipzig 6 - 0 Hertha
1-0 Christopher Nkunku ('16 )
2-0 Yussuf Poulsen ('23 )
3-0 Nordi Mukiele ('45 )
4-0 Emil Forsberg ('60 , víti)
5-0 Christopher Nkunku ('70 )
6-0 Amadou Haidara ('77 )

Eintracht Frankfurt 1 - 1 Koln
0-1 Ellyes Skhiri ('14 )
1-1 Rafael Borre ('45 )

Bayer 1 - 0 Mainz
1-0 Florian Wirtz ('62 )

Union Berlin 1 - 0 Arminia Bielefeld
1-0 Kevin Behrens ('88 )

Hoffenheim 3 - 1 Wolfsburg
0-1 Ridle Baku ('25 )
1-1 Andrej Kramaric ('45 )
2-1 Christoph Baumgartner ('73 )
3-1 Pavel Kaderabek ('81 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 13 12 1 0 49 9 +40 37
2 RB Leipzig 13 9 2 2 28 13 +15 29
3 Dortmund 13 8 4 1 23 11 +12 28
4 Leverkusen 13 7 2 4 28 19 +9 23
5 Hoffenheim 13 7 2 4 25 19 +6 23
6 Stuttgart 13 7 1 5 21 22 -1 22
7 Eintracht Frankfurt 13 6 3 4 28 29 -1 21
8 Köln 13 4 4 5 22 21 +1 16
9 Freiburg 13 4 4 5 20 22 -2 16
10 Gladbach 13 4 4 5 17 19 -2 16
11 Werder 13 4 4 5 18 24 -6 16
12 Union Berlin 13 4 3 6 16 22 -6 15
13 Hamburger 13 4 3 6 14 20 -6 15
14 Augsburg 13 4 1 8 17 27 -10 13
15 Wolfsburg 13 3 3 7 17 23 -6 12
16 Heidenheim 13 3 2 8 12 28 -16 11
17 St. Pauli 13 2 2 9 11 25 -14 8
18 Mainz 13 1 3 9 11 24 -13 6
Athugasemdir
banner