Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 25. september 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Werner hafnaði Bayern fyrir tveimur árum
Timo Werner
Timo Werner
Mynd: EPA
Timo Werner, leikmaður Chelsea, hafnaði því að ganga til liðs við þýska stórliðið Bayern München fyrir tveimur árum en hann naut ekki trausts frá stjórn félagsins.

Werner var einn heitasti bitinn á markaðnum fyrir tveimur árum en hann hafði náð munnlegu samkomulagi við Bayern um að ganga til liðs við félagið.

Samkvæmt Goal.com og SPOX þá komst Werner að því að Niko Kovac, sem var þá þjálfari liðsins og Hasan Salihamidzic, yfirmaður íþróttamála, höfðu engan áhuga á því að fá hann.

Werner hafnaði því Bayern og framlengdi samning sinn við Leipzig en hann yfirgaf svo félagið ári síðar og gekk til liðs við Chelsea.

Samkvæmt gögnum frá Der Spiegel þá kemur einnig fram að Liverpool hafi verið í viðræðum við Werner. Félagið bauð honum 12 milljónir evra í árslaun og 25 milljónir evrur í bónusgreiðslur en það kemur fram að umboðsmaður leikmannsins hafi ýtt á hann að velja Bayern.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner