De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   sun 25. september 2022 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristín Erna: Útlendingarnir okkar með martraðir
Kvenaboltinn
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara geggjaður sigur. Við erum að reyna að komast ofar í töfluna og viljum komast eins hátt og við getum svo þetta var bara mjög gott.“
Sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV eftir 2-1 útisigur Eyjakvenna á liði Keflavíkur fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Eyjaliðið hefur sýnt það í sumar og það getur staðið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvað Kristín teldi að ÍBV þyrfti að gera til þess að stíga skrefinu lengra og fara að blanda sér í baráttuna ofar í töflunni.

„Við þurfum að reyna að halda í sama leikmannahóp og breikka hópinn aðeins. Mér fannst þegar törnin var hvað mest við ekki ná að halda í við bestu liðin þar sem þau eru með stærri hópa á meðan að við erum að keyra mikið á sömu leikmönnunum.“

Eins og allflestir vita hefur talsvert óveður gegnið yfir landið undanfarin sólarhring og hafði til að mynda þau áhrif að leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem leika átti á Akureyri var frestað. Vestmannaeyingar eru öllu vanir og höfðu vaðið fyrir neðan sig og mættu til lands í gærdag til undirbúnings fyrir leikinn og eyddu nóttinni á hóteli í stað þess að velkjast um með Herjólfi í morgun í ferð sem var svo reyndar felld niður af skiljanlegum ástæðum.

„Við erum vanar að gera það. Á veturnar förum við alltaf í ferðir þar sem að við þurfum að gista og það var ekkert mál að koma í gær og fá bara fína nótt á hóteli og hafa það gott. Þetta var slæmt í vetur við fórum svo margar ferðir í Þorlákshöfn og útlendingarnir okkar með martraðir varðandi það. Við erum að fara heim núna frá Þorlákshöfn og ég held að þær séu ekkert mjög spenntar. “

Sagði Kristín Erna en viðtalið við hana má sjá í spilararnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner