Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   sun 25. september 2022 17:10
Sverrir Örn Einarsson
Kristín Erna: Útlendingarnir okkar með martraðir
Kvenaboltinn
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Kristín Erla Sigurlásdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara geggjaður sigur. Við erum að reyna að komast ofar í töfluna og viljum komast eins hátt og við getum svo þetta var bara mjög gott.“
Sagði Kristín Erna Sigurlásdóttir leikmaður ÍBV eftir 2-1 útisigur Eyjakvenna á liði Keflavíkur fyrr í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 ÍBV

Eyjaliðið hefur sýnt það í sumar og það getur staðið í hvaða liði sem er í Bestu deildinni. Fréttaritara lék forvitni á að vita hvað Kristín teldi að ÍBV þyrfti að gera til þess að stíga skrefinu lengra og fara að blanda sér í baráttuna ofar í töflunni.

„Við þurfum að reyna að halda í sama leikmannahóp og breikka hópinn aðeins. Mér fannst þegar törnin var hvað mest við ekki ná að halda í við bestu liðin þar sem þau eru með stærri hópa á meðan að við erum að keyra mikið á sömu leikmönnunum.“

Eins og allflestir vita hefur talsvert óveður gegnið yfir landið undanfarin sólarhring og hafði til að mynda þau áhrif að leik Þórs/KA og Stjörnunnar sem leika átti á Akureyri var frestað. Vestmannaeyingar eru öllu vanir og höfðu vaðið fyrir neðan sig og mættu til lands í gærdag til undirbúnings fyrir leikinn og eyddu nóttinni á hóteli í stað þess að velkjast um með Herjólfi í morgun í ferð sem var svo reyndar felld niður af skiljanlegum ástæðum.

„Við erum vanar að gera það. Á veturnar förum við alltaf í ferðir þar sem að við þurfum að gista og það var ekkert mál að koma í gær og fá bara fína nótt á hóteli og hafa það gott. Þetta var slæmt í vetur við fórum svo margar ferðir í Þorlákshöfn og útlendingarnir okkar með martraðir varðandi það. Við erum að fara heim núna frá Þorlákshöfn og ég held að þær séu ekkert mjög spenntar. “

Sagði Kristín Erna en viðtalið við hana má sjá í spilararnum hér að ofan.

Athugasemdir
banner