Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   sun 25. október 2020 21:08
Ívan Guðjón Baldursson
England: Vardy kom inn og stal stigunum á Emirates
Arsenal 0 - 1 Leicester
0-1 Jamie Vardy ('80)

Arsenal og Leicester mættust í stórleik dagsins í enska boltanum og áttu heimamenn í Arsenal frábæran fyrri hálfleik þar sem vantaði ekkert nema mark.

Tilraunir Arsenal rötuðu ekki í netið en gestirnir frá Leicester héldu skipulagi og gerðu sig sárasjaldan líklega til að skapa sér færi.

Jamie Vardy er kominn aftur úr meiðslum og var honum skipt inn á 60. mínútu. Tuttugu mínútum síðar gerði hann sigurmark Leicester sem kom uppúr þurru.

Youri Tielemans átti þá frábæra langa sendingu upp völlinn sem Granit Xhaka réði ekki við og rataði beint á tyrkneska landsliðsmanninn Cengiz Ünder sem var kominn í gegn. Ünder var fljótur að hugsa og gaf boltann strax fyrir á Vardy, sem var einn og óvaldaður og skoraði auðveldlega.

Heimamenn reyndu að ná í jöfnunarmark í uppbótartíma en tilraunir liðsins slakar.

Sárt tap fyrir Arsenal en sætur sigur fyrir Leicester sem fer upp í fjórða sæti, einu stigi eftir toppliðum Everton og Liverpool. Arsenal situr eftir um miðja deild, þremur stigum eftir Leicester. Þetta var fyrsti sigur Leicester eftir tvo tapleiki í röð í úrvalsdeildinni.

Vardy er kominn með sex mörk í fimm leikjum á deildartímabilinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 7 5 1 1 14 3 +11 16
2 Liverpool 7 5 0 2 13 9 +4 15
3 Tottenham 7 4 2 1 13 5 +8 14
4 Bournemouth 7 4 2 1 11 8 +3 14
5 Man City 7 4 1 2 15 6 +9 13
6 Crystal Palace 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Chelsea 7 3 2 2 13 9 +4 11
8 Everton 7 3 2 2 9 7 +2 11
9 Sunderland 7 3 2 2 7 6 +1 11
10 Man Utd 7 3 1 3 9 11 -2 10
11 Newcastle 7 2 3 2 6 5 +1 9
12 Brighton 7 2 3 2 10 10 0 9
13 Aston Villa 7 2 3 2 6 7 -1 9
14 Fulham 7 2 2 3 8 11 -3 8
15 Leeds 7 2 2 3 7 11 -4 8
16 Brentford 7 2 1 4 9 12 -3 7
17 Nott. Forest 7 1 2 4 5 12 -7 5
18 Burnley 7 1 1 5 7 15 -8 4
19 West Ham 7 1 1 5 6 16 -10 4
20 Wolves 7 0 2 5 5 14 -9 2
Athugasemdir
banner
banner