Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 25. október 2021 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho búinn að opinbera byrjunarliðið fyrir næsta leik
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Roma, er búinn að opinbera byrjunarlið sitt fyrir næsta leik gegn Cagliari.

Það er athyglisvert í ljósi þess að leikurinn er ekki fyrr en á miðvikudagskvöld.

Mourinho er ekki mjög ánægður með breiddina í hópnum sínum. Hann lét það í ljós eftir 6-1 tap gegn Bodö/Glimt í Sambandsdeild UEFA í síðustu viku.

„Ef ég gæti það þá myndi ég alltaf stilla upp sama byrjunarliði en það er áhættusamt. Ég hef aldrei leynt því að hópurinn er þunnur. Við erum með þrettán leikmenn og svo aðra sem eru á allt öðru plani. Það jákvæða er að nú mun enginn spyrja mig aftur af hverju ég er alltaf að nota sömu mennina," sagði Mourinho eftir tapið stóra í Noregi þar sem hann gaf mönnum tækifæri.

Mourinho ætlar að forðast það eins og hann getur, að gefa mönnum tækifæri. Eftir markalaust jafntefli gegn Napoli í gær sagði hann: „Byrjunarliðið verður það sama í næsta leik."

Sá sérstaki refsaði fimm leikmönnum sem byrjuðu í tapinu gegn Noregsmeisturunum; Marash Kumbulla, Amadou Diawara, Riccardo Calafiori, Gonzalo Villar og Borja Mayoral voru allir sendir upp í stúku fyrir leikinn gegn Napoli. Þeir munu væntanlega ekki byrja marga leiki á næstunni.


Athugasemdir
banner
banner