Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. nóvember 2021 16:11
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rangnick var fyrsti kostur United
Mynd: EPA
Breski miðillinn Telegraph greinir frá því að Ralf Rangnick hafi verið efsti maður á blaði hjá Manchester United eftir að félagið lét Ole Gunnar Solskjær fara.

Rangnick er að taka við sem bráðabirgðastjóri og mun stýra United út tímabilið ef hann fær atvinnuleyfi og United nær samkomulagi við Lokomotiv Moskvu en Rangnick starfar í dag hjá rússneska félaginu. Rangnick lítur á tækifærið til að stýra United sem of stórt tækifæri til að segja nei við.

Þá er einnig sagt frá því á Telegraph að Ernesto Valverde hafi ekki fengið boð um að taka við sem stjóri til bráðabirgða.

ESPN greinir frá því að lykillinn að samkomulaginu hafi verið loforð Manchester United um að Rangnick yrði áfram hjá félaginu og yrði í starfi ráðgjafa eftir að nýr stjóri tæki við.

Michael Carrick mun stýra United gegn sunnudag þegar liðið mætir Chelsea. Rangnick er ekki enn kominn með atvinnuleyfi á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner