Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 25. nóvember 2022 09:34
Elvar Geir Magnússon
Richarlison geggjaður í gulu - Níu mörk í sjö síðustu landsleikjum
Hinn magnaði Richarlison.
Hinn magnaði Richarlison.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Margir stuðningsmenn Liverpool og fleiri aðdáendur enska boltans furðuðu sig á því að Richarlison væri valinn í brasilíska landsliðshópinn en ekki Roberto Firmino.

Þeir voru ekki meðvitaðir um að þó Richarlison sé ekki kominn með deildarmark hjá Tottenham hefur hann verið á eldi með brasilíska landsliðinu síðan hann fékk tækifæri þar og Tite þjálfari var aldrei að fara að skilja hann eftir heima.

Seinna mark Richarlison í sigrinum gegn Serbíu á HM í gær (sem var algjörlega stórkostlegt) var hans níunda mark í sjö leikjum.

Margir sem fylgjast ekki með brasilíska landsliðinu töldu að hann þyrfti að réttlæta það að vera í stöðu fremsta manns hjá Brasilíu. En Tite hefur ekki efast.

Richarlison er 25 ára og er nú kominn með 19 mörk í 39 landsleikjum fyrir Brasilíu og sjö stoðsendingar að auki.

Breiddin fram á við hjá Brasilíu er rosaleg en Richarlison hefur með ógn sinni og gríðarlegri vinnusemi unnið sér inn byrjunarliðssæti hjá liðinu. Meiðsli hafa verið hraðahindrun í byrjun hans hjá Tottenham eftir 60 milljóna punda kaup frá Everton í sumar en frammistaða hans í gær er vísbending um hvað hann getur gert fyrir nýtt félag sitt í framtíðinni.

„Staðsetningarnar hjá Richarlison eru frábærar, hann er oft réttur maður á réttum stað til að klára sóknirnar. Mörkin sem hann skorar af stuttu færi, er á undan markverðinum í boltann, gefa mér jafn mikla ánægju og þetta stórbrotna seinna mark hans," segir markahrókurinn Alan Shearer.


Athugasemdir
banner