fös 25. nóvember 2022 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var ekki að hækka verðmiðann neitt - „Læra það í 6. flokki"
Diogo Costa.
Diogo Costa.
Mynd: Getty Images
Diogo Costa er markvörður sem mörg félög eru að skoða, mörg af stærstu félögum Evrópu.

Hann hefur til að mynda verið orðaður við Chelsea og Manchester United, líkt og kom fram í slúðurpakkanum í morgun.

Costa lék frumraun sína á stærsta sviðinu í gær þegar hann spilaði með Portúgal gegn Gana á heimsmeistaramótinu. Hann fékk á sig tvö mörk og var næstum því búinn að gera skelfileg mistök í uppbótartíma til að kasta frá sér sigrinum. Hann var heppinn að Inaki Williams rann þegar hann var við það að skjóta boltanum í markið.

„Þetta var ótrúlegt atvik. Markverðir læra það í 6. flokki að líta í kringum sig áður en þeir setja boltann niður," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, á RÚV í gær.

„Þeir sluppu með skrekkinn," bætti Arnar við.

Costa er með 75 milljón punda riftunarverð í samningi sínum hjá Porto en hann var ekki mikið að heilla með frammistöðu sinni í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner