Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 25. nóvember 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varamarkvörður Stjörnunnar framlengir
Í U17 landsleik í Hvíta-Rússlandi 2020.
Í U17 landsleik í Hvíta-Rússlandi 2020.
Mynd: Hulda Margrét
Viktor Reynir Oddgeirsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna. Samningur þessa nítján ára markvarðar var að renna út en hann hefur ákveðið að halda kyrru fyrir í Garðabænum. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2024.

Viktor steig sín fyrstu skref með meistaraflokki síðasta vetur, lék einn hálfleik í Lengjubikarnum og lék svo í sigurleik gegn Víkingi í október. Sá sigur tryggði Breiðabliki Íslandsmeistaratitilinn.

Viktor var varamarkvörður fyrir Harald Björnsson í sumar. Hann á að baki sjö leiki fyrir unglingalandsliðin.

„Við erum gífurlega ánægð með að Viktor haldi áfram hjá okkur og hlökkum mikið til þess að fylgjast með honum vaxa sem leikmaður!" segir í færslu Stjörnunnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner