Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Grindavík getur komið sér í væna stöðu
Grindavík vann fyrsta leikinn gegn KV og getur komist á toppinn í dag með sigri
Grindavík vann fyrsta leikinn gegn KV og getur komist á toppinn í dag með sigri
Mynd: Hrefna Morthens
Fjórir leikir eru í íslenska boltanum í dag en Grindavík getur komist upp fyrir KV í efsta sæti riðils 2 í B-deild Fótbolta.net mótsins.

Grindavík vann KV 4-1 í fyrsta leik sínum áður en leik liðsins gegn Aftureldingu var frestað vegna smita. Grindavík getur komist í efsta sæti riðilsins með sigri í dag.

Aftureldingu var þá dæmdur 3-0 sigur gegn Víkingi Ó. en liðið neyddist til að gefa leiknum eftir að það kom upp hópsmit. Víkingur tapaði þá öðrum leik sínum 3-0 fyrir KV.

Valur mætir Fylki í A-riðli í Reykjavíkurmóti karla á meðan Fram og Þróttur R. mætast í B-riðlinum.

Leikir dagsins:

Fótbolta.net mótið - B-deild, riðill 2
20:30 Grindavík-Víkingur Ó. (Skessan)

Reykjavíkurmót karla - A-riðill
19:00 Valur-Fylkir (Origo völlurinn)

Reykjavíkurmót karla - B-riðill
19:30 Fram-Þróttur R. (Egilshöll)

Kjarnafæðismótið - B-deild, riðill 1
20:30 Tindastóll-KA 3 (Boginn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner