Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 26. janúar 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Wilshere ferðast með Arsenal til Dúbaí en ekki Aubameyang
Wilshere á æfingu Arsenal.
Wilshere á æfingu Arsenal.
Mynd: Getty Images
Lið Arsenal er á leið til æfinga í Dúbaí en Pierre-Emerick Aubameyang fer ekki með liðinu. Honum hefur verið sagt að vera eftir í London og æfa einn.

Jack Wilshere, sem er samningslaus en hefur æft með liðinu, fer hinsvegar með í æfingaferðina.

Arsenal vonast til að losa Aubameyang frá félaginu í þessum janúarglugga en hann hefur hafnað því að fara til Sádi-Arabíu þar sem Al-Nassr vill kaupa hann og er tilbúið að borga öll launin hans.

Fyrst Aubameyang vill ekki fara til Sádi-Arabíu gæti Arsenal þurft að taka lánstilboðum frá Evrópu en borga áfram hluta af launum sóknarmannsins. PSG, Marseille og AC Milan eru félög sem hafa áhuga.

Wilshere, sem er þrítugur, er uppalinn hjá Arsenal en hefur verið samningslaus síðan skammtímasamningur hans við Bournemouth rann út á síðasta ári. Mikel Arteta hefur útilokað að hann fái samning hjá Arsenal en honum er þó frjálst að æfa með uppeldisfélaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner