fim 26. janúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rifjað upp þegar Tottenham rændi Gazza af Man Utd
Gazza
Gazza
Mynd: Getty Images
Í tilefni af því að Tottenham rændi Arnaut Danjuma af Everton og Chelsea rændi Mykhaylo Mudryk af Arsenal var svipað mál rifjað upp á talkSPORT í dag.

Danjuma var að ganga í raðir Everton þegar allt í einu hann var mættur til Tottenham. Flest bendi svo til þess að Mudryk væri á leið til Arsenal en svo snerist allt og hann gekk í raðir Chelsea.

Árið er 1988 og Paul Gascoigne, Gazza, var á leið til Manchester United frá Newcastle. Gascoigne var meira að segja búinn að segja við Sir Alex Ferguson að hann væri á leiðinni. Ferguson fór í frí með það í huga að einn mest spennandi miðjumaður í boltanum væri á leiðinni.

En stjórnarformaður Tottenham, Irving Scholar, mætti á síðustu stundu og tryggði að Gascoigne myndi skrifa undir hjá Spurs.

„Ég lá við sundlaugina og þá heyrðist í kallkerfinu að það væri símtal til mín. Það var stjórnarformaðurinn Martin Edwards að segja mér að Gazza hefði skrifað undir hjá Tottenham. Þeir keyptu hús handa foreldrum hans," sagði Ferguson í viðtal.

Það fylgdi svo sögunni að nýtt hús hefði ekki dugað Gascoigne eldri því hann hafi einnig beðið um nýjan bíl þar sem það var bílskúr við nýja húsið.
Athugasemdir
banner
banner
banner