Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 26. janúar 2023 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rifjað upp þegar Tottenham rændi Gazza af Man Utd
Í tilefni af því að Tottenham rændi Arnaut Danjuma af Everton og Chelsea rændi Mykhaylo Mudryk af Arsenal var svipað mál rifjað upp á talkSPORT í dag.

Danjuma var að ganga í raðir Everton þegar allt í einu hann var mættur til Tottenham. Flest bendi svo til þess að Mudryk væri á leið til Arsenal en svo snerist allt og hann gekk í raðir Chelsea.

Árið er 1988 og Paul Gascoigne, Gazza, var á leið til Manchester United frá Newcastle. Gascoigne var meira að segja búinn að segja við Sir Alex Ferguson að hann væri á leiðinni. Ferguson fór í frí með það í huga að einn mest spennandi miðjumaður í boltanum væri á leiðinni.

En stjórnarformaður Tottenham, Irving Scholar, mætti á síðustu stundu og tryggði að Gascoigne myndi skrifa undir hjá Spurs.

„Ég lá við sundlaugina og þá heyrðist í kallkerfinu að það væri símtal til mín. Það var stjórnarformaðurinn Martin Edwards að segja mér að Gazza hefði skrifað undir hjá Tottenham. Þeir keyptu hús handa foreldrum hans," sagði Ferguson í viðtal.

Það fylgdi svo sögunni að nýtt hús hefði ekki dugað Gascoigne eldri því hann hafi einnig beðið um nýjan bíl þar sem það var bílskúr við nýja húsið.
Athugasemdir
banner