Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 26. janúar 2023 23:16
Ívan Guðjón Baldursson
Schreuder rekinn frá Ajax eftir jafntefli kvöldsins (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ajax er opinberlega í þjálfaraleit eftir að hafa rekið Alfred Schreuder, sem tók við þjálfarastarfi félagsins af Erik ten Hag síðasta sumar.


Þetta hefur verið tímabil mikillar blóðtöku úr herbúðum Ajax þar sem félagið er búið að missa marga lykilmenn frá sér. Engu að síður finnst stjórnendum jafnt sem stuðningsmönnum eins og að félagið ætti að standa sig betur.

Ajax er aðeins í fimmta sæti hollensku deildarinnar eftir 18 umferðir. Félagið er með 34 stig og er sjö stigum á eftir toppliði Feyenoord. 

Ajax gerði 1-1 jafntefli við FC Volendam í kvöld og var það dropinn sem fyllti mælinn. Þetta var fimmta jafntefli Ajax í röð í deildinni þar sem liðið hefur ekki sigrað síðan í október.

Jafnteflið var afar óheppilegt þar sem heimamönnum í Ajax tókst ekki að skora meira en eitt mark þrátt fyrir talsverða yfirburði. Í heildina áttu heimamenn 31 marktilraun gegn tveimur en tókst ekki að jafna metin fyrr en ganverski landsliðsmaðurinn Mohammed Kudus setti boltann í netið á lokakaflanum.

Ajax er því í stjóraleit á miðju tímabili þegar liðið er sjö stigum frá toppsæti hollensku deildarinnar - auk þess að vera komið í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar og 16-liða úrslit hollenska bikarsnis.


Athugasemdir
banner
banner
banner