mið 26. febrúar 2020 08:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Breiðablik framlengir við ungan leikmann
Benó ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara
Benó ásamt Óskari Hrafni Þorvaldssyni þjálfara
Mynd: Blikar.is
Breiðablik hefur framlengt samning við hinn 18 ára gamla Benedikt Warén, þetta kemur fram á Blikar.is en samningurinn gildir út keppnistímabilið 2022.

Benó er miðjumaður fæddur 2001 og hefur verið að spila mikið fyrir Blika undanfarna mánuði en einnig verið að spila sem hægri bakvörður og spilaði frábærlega gegn sænska liðinu Nörrköping þegar liðin áttust við þann 14. febrúar síðastliðinn í æfingaleik. Benó á alls 12 mótsleiki fyrir Blika í meistaraflokki.

Benó spilaði síðasta tímabil sjö leiki fyrir Augnablik í 3. deild til að fá meiri meistaraflokks reynslu sem og tuttugi leiki í deild og bikar með 2.fl Blika sem urðu bikarmeistarar seinasta haust eftir dramatískan úrslitaleik gegn ÍA.

Þess má geta að Benó var nýlega valinn í æfingahóp U-19 ára landslið Íslands sem Þorvaldur Örlygsson þjálfari valdi á dögunum fyrir milliriðil sem fer fram í mars.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner