fös 26. febrúar 2021 07:15
Fótbolti.net
Hlaðvarp Frídeildarinnar tekur fyrir leikviku 26
Það fór vel um þá Atla og Atla við upptökur
Það fór vel um þá Atla og Atla við upptökur
Mynd: frídeildin
Margir Fantasy Premier League spilarar hafa beðið spenntir eftir umferð 26 sem hefst á morgun. Í hlaðvarpi Frídeildarinnar er umferðin rædd til þrautar. Umsjónarmaður hlaðvarpsins er Atli
Sigurðsson en Erling Reynisson er fastagestur. Að þessu sinni fengu þeir einnig til liðs við sig Atla Má Báruson, sem er forfallinn Fantasy spilari og leikmaður Hauka í handknattleik. Þáttur sem enginn Fantasy spilari eða aðrir fótboltaáhugamenn ættu að láta framhjá sér fara.

HLUSTA MÁ Á ÞÁTTINN HÉR

Það er um auðugan garð að gresja hjá Frídeildinni en veglegir vinningar eru í nýjasta hraðmótinu. Þess má geta að skráningarfrestur í það rennur út á morgun þegar 26. umferð ensku deildarinnar hefst.

Stigahæsti leikmaður Frídeildarinnar yfir leikvikur 24-30 hlýtur að launum gistingu. Kvöldstjörnunni og ævintýraferð með Kajakferðum á Stokkseyri. Þeir sem skráðir eru fyrir leikviku 26 fá stigin sín talin frá umferð 24.

SKRÁ SIG HÉR
Athugasemdir
banner
banner