Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 26. febrúar 2021 08:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ljóst að nokkrir af okkar leikmönnum eru að verða klárir í næsta skref"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við höfum auðvitað engan áhuga á því að missa okkar bestu menn en oft er erfitt að sjá fyrir hvað gerist þegar áhuginn er mikill. Það er alveg ljóst að við viljum halda okkar mönnum þangað til þeir eru tilbúnir að taka næsta skref - og stærra skref heldur en Breiðablik er. Það er alveg ljóst að nokkrir af okkar leikmönnum eru að verða klárir í það," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Óskar sagði það aðspurður um áhuga annarra félaga á þeim Brynjólfi Andersen Willumssyni, Gísla Eyjólfssyni og Róberti Orra Þorkelssyni.

Hópurinn er hreyfanlegt afl
Mun Breiðablik styrkja hópinn fyrir mót eða sér Óskar frekar fyrir sér að lána leikmenn í önnu félög?

„Ég held að það verði að koma í ljós. Við erum á hverjum einasta tíma að skoða hópinn og hann er einhvern veginn hreyfanlegt afl. Hann getur verið svona í dag og einhvern veginn á morgun. Það er ómögulegt að segja til um það en akkúrat núna erum við ekki að skoða að senda neina á lán. Ég er alltaf tilbúinn að skoða eitthvað ef það býðst," sagði Óskar.
Óskar Hrafn eftir sigur á ÍBV: Þetta var þolinmæðisvinna
Athugasemdir
banner
banner