„Við getum ekki byrjað að teikna upp mótið fyrr en samkomubanninu lýkur. Síðan þarf að líða hæfilegur tími á meðan félögin eru að koma sér í gang aftur, áður en við getum byrjað," sagði Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf í dag.
Birkir ræddi þar um möguleika á því hvenær Íslandsmótið getur byrjað í sumar vegna kórónaveirunnar.
Birkir ræddi þar um möguleika á því hvenær Íslandsmótið getur byrjað í sumar vegna kórónaveirunnar.
„Okkur vantar fullt af forsendum. Við vitum ekki hvenær við getum byrjað. Síðan verðum við að vita hvort Evrópukeppni félagsliða verði eins og búið er að ákveða. Það er talað um að hún geti ekki byrjað í júlí eins og gert er ráð fyrir. Það hefur stór áhrif líka. Meðan við höfum ekki forsendurnar þá er mjög erfitt að tala um þetta."
„Það er rosalega erfitt að tala um þetta því að það sem ég segi núna getur verið úrelt klukkan fjögur."
Aðspurður hvort að það verði spilað fram í október sagði Birkir: „Við spilum eins lengi og þarf."
Athugasemdir