fim 26. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Forseti Sporting sinnir læknastarfi á erfiðum tímum
Varandas (til vinstri) ásamt Ruben Amorim, nýráðnum þjálfara Sporting.
Varandas (til vinstri) ásamt Ruben Amorim, nýráðnum þjálfara Sporting.
Mynd: Sporting
Ruben Varandas mun þurfa að minnka forsetastörf sín hjá Sporting CP næstu daga vegna kórónuveirunnar.

Ástæðan er ekki sú að fótboltaheimurinn er stopp, heldur sú að hann læknir og hefur ákveðið að leggja portúgalska heilbrigðiskerfinu lið á neyðarstundu.

„Ég mun gera mitt besta fyrir portúgölsku þjóðina, það er mitt markmið," sagði Varandas við sjónvarpsmyndavélar þegar hann mætti á spítalann.

Varandas gerðist læknir á tíma sínum í portúgalska hernum. Hann hefur verið forseti Sporting síðan eftir uppreisnina 2018 þegar stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn og menn á borð við Gelson Martins og Rui Patricio yfirgáfu skipið í kjölfarið.

Sporting er í fjórða sæti portúgölsku deildarinnar sem stendur, átján stigum eftir toppliði Porto þegar tíu umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner