Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 26. mars 2020 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keppni aflýst í neðri deildum Englands
Mynd: Getty Images
Keppni í deildunum fyrir neðan National League deildunum á Englandi hefur verið aflýst og verður öllum úrslitum þessa tímabils eytt. Það er sem sagt sjöunda deild á Englandi og niður úr.

Það verður því ekkert um það að lið komist upp og falli úr þessum deildum á þessu tímabili.

Það sama gerist í kvennadeildunum fyrir neðan úrvalsdeild og Championship á Englandi. Stefnt er á að klára úrvalsdeild kvenna og Championship eins fljótt og hægt er.

Hlé hefur verið gert á fótbolta á Englandi út af kórónuveirufaraldrinum. Stefnt er á það að hefja úrvalsdeild karla aftur 30. apríl í fyrsta lagi.

Enska knattspyrnusambandið segist vera að skoða allar leiðir til að klára bikarkeppnir eins og FA-bikar karla, en í þeirri keppni er komið fram í 8-liða úrslit.

„Þetta eru erfiðir tímar og eru allar ákvarðanir teknar með bestu hagsmuni fótboltans að leiðarljósi," sagði í tilkynningu frá enska knattspyrnusambandinu.
Athugasemdir
banner
banner