Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. mars 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Shearer: Kane gæti farið ef Tottenham vinnur ekki titil
Kane hefur þurft að glíma við ýmis meiðslavandræði á ferlinum.
Kane hefur þurft að glíma við ýmis meiðslavandræði á ferlinum.
Mynd: Getty Images
Alan Shearer býst við að Harry Kane muni yfirgefa Tottenham ef félaginu tekst ekki að vinna titil á næstu leiktíð.

Kane er fjarverandi vegna meiðsla og hefur liðinu ekki gengið sérlega vel án hans. Hann hefur skorað 136 úrvalsdeildarmörk fyrir félagið þrátt fyrir að vera aðeins 26 ára gamall.

„Ef hann vinnur ekkert næstu tólf mánuði þá gæti hann farið. Ég held hann taki annað ár og yfirgefi svo félagið ef engir titlar koma í hús," sagði Shearer í Match of the Day: Top 10 hlaðvarpinu.

Kane er rétt rúmum 100 mörkum frá markameti Shearer í úrvalsdeildinni og býst kempan við að það verði ansi erfitt fyrir Kane að bæta metið.

„Það eru mörg spurningarmerki. Þetta veltur á því hvort hann nái að halda sér frá meiðslum og hvort hann skipti yfir í aðra deild eða velji að vera áfram á Englandi."
Athugasemdir
banner
banner
banner