Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   þri 26. mars 2024 23:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Icelandair
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands.
Mynd: Mummi Lú
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Mummi Lú
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, var skiljalega mjög svekktur þegar Ísland tapaði gegn Úkraínu í umspili fyrir Evrópumótið í kvöld. Strákarnir tóku forystuna en töpuðu að lokum eftir að hafa barist hetjulega.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

„Fyrra markið þeirra var sérstakt því við áttum góðan möguleika á hinum endanum. Mér fannst við vera með nægilega stjórn en staðan á leikmönnum var skrítin. Ég þarf að skoða það aftur því varnarleikurinn var ekki góður," sagði Hareide.

„Við urðum þreyttir en við hefðum getað skorað og komist aftur yfir. Það eru smáatriðin sem skipta máli í svona leikjum. Eftir virkilega góðan fyrri hálfleik ströggluðum við í seinni hálfleiknum."

Hareide var spurður að því hvort skiptingarnar hefðu komið of seint.

„Kannski en mér fannst við vera með ágæta stjórn. Við hefðum getað skipt fyrr en ég veit ekki hvernig það hefði farið."

„Ég hef ekki talað við leikmennina en ég er ánægður með þá. Þeir lögðu mikið á sig. Það eru smáatriðin í landsliðsfótbolta. Mér finnst við hafa tekið skref fram á við. Frammistaðan var að mörgu leyti mjög góð."

Hann segist líta björtum augum á framhaldið.

„Algjörlega. Við þurfum fleiri varnarmenn því við erum ekki í góðum málum þar ef við lendum í meiðslum. Það er ekki úr mörgum að velja."

Hægt er að sjá viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir
banner