Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 26. mars 2024 13:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Tveir í landsliðinu sem minna Todda á sjálfan sig
Icelandair
Jón Dagur.
Jón Dagur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það yrði frábært afrek," sagði Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í viðtali við Fótbolta.net í gær. Þorvaldur var gestur í hlaðvarpsþættinum Aldrei heim.

Í kvöld, klukkan 19:45 að íslenskum tíma, mætir Ísland Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM. Leikurinn fer fram á heimavelli Slask Wroclaw í Póllandi. Toddi, eins og Þorvaldur er oft kallaður, ræddi um undanúrslitaleikinn gegn Ísrael og svo leikinn um Úkraínu og sætið á EM sem sigurliðið í kvöld fær. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Toddi var svo spurður hver í leikmannahópi Íslands í dag minnti sig mest á leikmanninn Þorvald Örlygsson. Toddi lék sem atvinnumaður á Englandi með Nottingham Forest, Stoke City og Oldham og svo bæði með KA og Fram á Íslandi.

„Það er kannski erfitt að það sé leikmaður minni á mig sem leikmann, en sem karakter þá er Jón Dagur (Þorsteinsson) svolítið líkur mér og svo er Hákon (Arnar Haraldsson) svona heitur og kaldur. Ég hugsa hins vegar að þeir séu tæknilega betri en ég," sagði formaðurinn.
Aldrei heim - Formaðurinn í takkaskónum
Athugasemdir
banner
banner