Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 26. mars 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Á flugi yfir Atlantshafið á meðan síðasta æfing fyrir leik fór fram
Raphinha hefur verið algjörlega frábær með Barcelona.
Raphinha hefur verið algjörlega frábær með Barcelona.
Mynd: EPA
Hansi Flick, þjálfari Barcelona.
Hansi Flick, þjálfari Barcelona.
Mynd: EPA
Barcelona var án síns besta leikmanns á tímabilinu á meðan liðið tók sína síðustu æfingu fyrir leik gegn Osasuna í La Liga sem fram fer annað kvöld.

Brasilíumaðurinn Raphinha hefur skorað 27 mörk og átt 20 stoðsendingar á tímabilinu en hann var í flugvél yfir Atlantshafinu á meðan leik stóð. Hann verður ekki með gegn Osasuna þar sem leikurinn hefst 44 tímum eftir að flautað var til leiks Brasilíu og Argentínu í undankeppni HM.

„Hann er ekki að fara að spila og sama gildir um Ronald Araujo sem spilaði fyrir Úrúgvæ. Þetta er langt ferðalag og þeir þurfa að ná hvíld og æfingu. Sjáum hvernig þeir verða á sunnudaginn þegar við spilum næst," segir Hansi Flick, stjóri Barcelona.

Leikur Barcelona og Osasuna verður spilaður á morgun þar sem honum var frestað eftir óvænt dauðsfall læknis Barcelona, Carles Minarro, nokkrum tímum áður en liðin áttu að mætast fyrr í þessum mánuði. Það var ekki einfalt verk að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn.

„Ég er ekki ánægður með þessa stöðu en þetta snýst um að vernda leikmenn. Ég get ekki breytt neinu, við spilum á morgun. Kannski þarf UEFA og FIFA að setja reglur um að leikmenn þurfi að fá tvo til þrjá daga í hvíld eftir landsleikjaglugga," segir Flick en Barcelona er í spennandi baráttu um spænska meistaratitilinn.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 34 16 10 8 60 47 +13 58
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 34 13 7 14 52 52 0 46
8 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
9 Vallecano 34 11 11 12 36 42 -6 44
10 Mallorca 34 12 8 14 31 39 -8 44
11 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
12 Valencia 34 10 12 12 40 51 -11 42
13 Getafe 34 10 9 15 31 31 0 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Sevilla 34 9 11 14 37 46 -9 38
16 Girona 34 10 8 16 41 52 -11 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 34 8 8 18 40 56 -16 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 34 4 4 26 25 83 -58 16
Athugasemdir
banner
banner