Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   sun 26. maí 2019 21:37
Egill Sigfússon
Hannes Þór: Þungt yfir öllu núna
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals var niðurlútur eftir leik og sagði þungt yfir öllu hjá Val eins og er.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Ég stóð hérna og var að reyna að hugsa hvað ég ætti að segja því ég eiginlega veit það ekki. Í svona stöðu eins og við erum í er alltaf verið að reyna að finna einhverjar lausnir, vikan fer í að reyna að koma sér aftur á lappirnar eftir síðasta niðurtúr. Svo er það mjög vond tilfinnnig þegar það gefur ekkert. Það er okkur að kenna en við verðum bara að reyna að gíra okkur í næsta leik, en það er þungt yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er."

Hannes átti sjálfur afbragðsleik og varði nokkur dauðafæri og sagði það enn meira svekkjandi eftir það að fá ekkert út úr leiknum.

„Maður veit aldrei hvernig leikirnir spilast sem markmaður, stundum er það þannig að maður verji nokkra og það skili einhverju en það gerði það ekki í dag sem gerir þetta ennþá meira svekkjandi."

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var á vellinum í kvöld og sagði Hannes aðspurður um það að nú væri hugur hans bara við Val en hann muni einbeita sér að landsleikjunum þegar að því kemur.

„Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur í hverjum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu í dag. Eins og staðan í dag er ég með hausinn við þettta hér og svo þegar landsleikirnir koma hreinsar maður hausinn og einbeitir sér að því verkefni."
Athugasemdir
banner
banner
banner