Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   sun 26. maí 2019 21:37
Egill Sigfússon
Hannes Þór: Þungt yfir öllu núna
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals var niðurlútur eftir leik og sagði þungt yfir öllu hjá Val eins og er.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Ég stóð hérna og var að reyna að hugsa hvað ég ætti að segja því ég eiginlega veit það ekki. Í svona stöðu eins og við erum í er alltaf verið að reyna að finna einhverjar lausnir, vikan fer í að reyna að koma sér aftur á lappirnar eftir síðasta niðurtúr. Svo er það mjög vond tilfinnnig þegar það gefur ekkert. Það er okkur að kenna en við verðum bara að reyna að gíra okkur í næsta leik, en það er þungt yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er."

Hannes átti sjálfur afbragðsleik og varði nokkur dauðafæri og sagði það enn meira svekkjandi eftir það að fá ekkert út úr leiknum.

„Maður veit aldrei hvernig leikirnir spilast sem markmaður, stundum er það þannig að maður verji nokkra og það skili einhverju en það gerði það ekki í dag sem gerir þetta ennþá meira svekkjandi."

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var á vellinum í kvöld og sagði Hannes aðspurður um það að nú væri hugur hans bara við Val en hann muni einbeita sér að landsleikjunum þegar að því kemur.

„Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur í hverjum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu í dag. Eins og staðan í dag er ég með hausinn við þettta hér og svo þegar landsleikirnir koma hreinsar maður hausinn og einbeitir sér að því verkefni."
Athugasemdir
banner