Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. maí 2019 21:37
Egill Sigfússon
Hannes Þór: Þungt yfir öllu núna
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals var niðurlútur eftir leik og sagði þungt yfir öllu hjá Val eins og er.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Ég stóð hérna og var að reyna að hugsa hvað ég ætti að segja því ég eiginlega veit það ekki. Í svona stöðu eins og við erum í er alltaf verið að reyna að finna einhverjar lausnir, vikan fer í að reyna að koma sér aftur á lappirnar eftir síðasta niðurtúr. Svo er það mjög vond tilfinnnig þegar það gefur ekkert. Það er okkur að kenna en við verðum bara að reyna að gíra okkur í næsta leik, en það er þungt yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er."

Hannes átti sjálfur afbragðsleik og varði nokkur dauðafæri og sagði það enn meira svekkjandi eftir það að fá ekkert út úr leiknum.

„Maður veit aldrei hvernig leikirnir spilast sem markmaður, stundum er það þannig að maður verji nokkra og það skili einhverju en það gerði það ekki í dag sem gerir þetta ennþá meira svekkjandi."

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var á vellinum í kvöld og sagði Hannes aðspurður um það að nú væri hugur hans bara við Val en hann muni einbeita sér að landsleikjunum þegar að því kemur.

„Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur í hverjum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu í dag. Eins og staðan í dag er ég með hausinn við þettta hér og svo þegar landsleikirnir koma hreinsar maður hausinn og einbeitir sér að því verkefni."
Athugasemdir
banner
banner