Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 26. maí 2019 21:37
Egill Sigfússon
Hannes Þór: Þungt yfir öllu núna
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals var niðurlútur eftir leik og sagði þungt yfir öllu hjá Val eins og er.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Ég stóð hérna og var að reyna að hugsa hvað ég ætti að segja því ég eiginlega veit það ekki. Í svona stöðu eins og við erum í er alltaf verið að reyna að finna einhverjar lausnir, vikan fer í að reyna að koma sér aftur á lappirnar eftir síðasta niðurtúr. Svo er það mjög vond tilfinnnig þegar það gefur ekkert. Það er okkur að kenna en við verðum bara að reyna að gíra okkur í næsta leik, en það er þungt yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er."

Hannes átti sjálfur afbragðsleik og varði nokkur dauðafæri og sagði það enn meira svekkjandi eftir það að fá ekkert út úr leiknum.

„Maður veit aldrei hvernig leikirnir spilast sem markmaður, stundum er það þannig að maður verji nokkra og það skili einhverju en það gerði það ekki í dag sem gerir þetta ennþá meira svekkjandi."

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var á vellinum í kvöld og sagði Hannes aðspurður um það að nú væri hugur hans bara við Val en hann muni einbeita sér að landsleikjunum þegar að því kemur.

„Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur í hverjum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu í dag. Eins og staðan í dag er ég með hausinn við þettta hér og svo þegar landsleikirnir koma hreinsar maður hausinn og einbeitir sér að því verkefni."
Athugasemdir
banner
banner