Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
   sun 26. maí 2019 21:37
Egill Sigfússon
Hannes Þór: Þungt yfir öllu núna
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Hannes átti hörkuleik en það dugði ekki til
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Breiðablik fór á Origo völlinn í kvöld og unnu 0-1 sigur á Val í 6. umferð Pepsí Max-deildar karla. Hannes Þór Halldórsson markmaður Vals var niðurlútur eftir leik og sagði þungt yfir öllu hjá Val eins og er.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  1 Breiðablik

„Ég stóð hérna og var að reyna að hugsa hvað ég ætti að segja því ég eiginlega veit það ekki. Í svona stöðu eins og við erum í er alltaf verið að reyna að finna einhverjar lausnir, vikan fer í að reyna að koma sér aftur á lappirnar eftir síðasta niðurtúr. Svo er það mjög vond tilfinnnig þegar það gefur ekkert. Það er okkur að kenna en við verðum bara að reyna að gíra okkur í næsta leik, en það er þungt yfir öllu núna, það verður að segjast eins og er."

Hannes átti sjálfur afbragðsleik og varði nokkur dauðafæri og sagði það enn meira svekkjandi eftir það að fá ekkert út úr leiknum.

„Maður veit aldrei hvernig leikirnir spilast sem markmaður, stundum er það þannig að maður verji nokkra og það skili einhverju en það gerði það ekki í dag sem gerir þetta ennþá meira svekkjandi."

Erik Hamren landsliðsþjálfari Íslands var á vellinum í kvöld og sagði Hannes aðspurður um það að nú væri hugur hans bara við Val en hann muni einbeita sér að landsleikjunum þegar að því kemur.

„Maður reynir að standa sig eins vel og maður getur í hverjum leik og ég var ánægður með mína frammistöðu í dag. Eins og staðan í dag er ég með hausinn við þettta hér og svo þegar landsleikirnir koma hreinsar maður hausinn og einbeitir sér að því verkefni."
Athugasemdir
banner
banner