Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 26. maí 2020 12:00
Fótbolti.net
Æfingaleikir: Úrslit úr sex leikjum í gærkvöldi
Björn Axel Guðjónsson skoraði fyrir KV.
Björn Axel Guðjónsson skoraði fyrir KV.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði fyrir Dalvík/Reyni.
Jóhann Örn Sigurjónsson skoraði fyrir Dalvík/Reyni.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Fjöldi æfingaleikja fór fram á Íslandi í gærkvöldi en þá mátti spila leiki í meistaraflokki á nýjan leik í fyrsta skipti eftir kórónaveirufaraldurinn.

Magni, sem spilar í 1. deild, vann 2. flokk Þórs 3-0 í Boganum. Dalvík/Reynir vann 2. flokk KA á sama tíma 2-1 á Dalvík.

KV úr 3. deild vann KH úr 4. deild 5-3 í fjörugum leik. KFG sigraði Álafoss 4-1 á Framvelli í Úlfarsárdal þar sem Kristján Gabríel Kristjánsson skoraði þrennu og Hvíti riddarinn burstaði nýtt lið KFB 8-1 á Tungubökkum.

Augnablik sigraði síðan Smára, nýtt lið í 4. deild, 7-0 á grasinu í Fagralundi.

KH 3- 5 KV
1-0 Sveinn Þorkell Jónsson
2-0 Alexander Lúðvígsson
2-1 Björn Axel Guðjónsson
3-1 Jón Arnar Stefánsson
3-2 Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson
3-3 Orri Fannar Þórisson
3-4 Askur Jóhannsson
3-5 Viktor Lárusson

2. flokkur Þórs 0 - 3 Magni

Dalvík/Reynir 2 - 1 2. flokkur KA
Mörk Dalvíkur/Reynis: Jóhann Örn Sigurjónsson og Gunnlaugur Bjarnar Baldursson

Álafoss 1 - 4 KFG
0-1 Kristján Gabríel Kristjánsson
0-2 Kári Pétursson
1-2 Ísak Máni Viðarsson
1-3 Kristján Gabríel Kristjánsson
1-4 Kristján Gabríel Kristjánsson

Augnablik 7 - 0 Smári
Mörk Augnabliks: Trausti Birgisson 2, Sindri Sigvaldason 2. Þorleifur Úlfarsson, Jón Veigar Kristjánsson, Andri Már Strange

Hvíti riddarinn 8 - 1 KFB
Mörk Hvíta riddarans: Haukur Eyþórsson 2, Björgvin Heiðar Stefánsson 2, Stefnir Guðmundsson, Gunnar Már Magnússon, Eiður Andri Thorarensen, Svavar Lárus Nökkvason.

Sjá einnig:
Æfingaleikir: Leiknir R. lagði Kórdrengi - Úrslit úr fjórum leikjum

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner