Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   þri 26. maí 2020 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Einn heitasti framherji frönsku deildarinnar á leið til Napoli?
Ítalska félagið Napoli hefur náð samkomulagi við nígeríska framherjann Victor Osimhen sem er á mála hjá Lille í Frakklandi en helstu miðlar á Ítalíu greina frá þessu.

Osimhen, sem er 21 árs gamall, hefur átt frábært tímabil með Lille á leiktíðinni en hann hefur skorað 18 mörk og lagt upp 6 í 38 leikjum.

Hann er efstur á lista Napoli í sumarglugganum en samkvæmt ítölsku miðlunum hefur félagið þegar komist að samkomulagi við leikmanninn um kaup og kjör.

Félagið á þó eftir að semja um kaupverð við Lille en franska félagið vill 80 milljónir evra fyrir hann.

Mörg stórlið eru með augun á Osimhen sem kom frá belgíska félaginu Charleroi á síðasta ári.
Athugasemdir