þri 26. maí 2020 11:39
Magnús Már Einarsson
Gummi Jör um búninginn: Sætisáklæði er 100% on point
Myndin sem birtist á vef PUMA í dag.
Myndin sem birtist á vef PUMA í dag.
Mynd: Puma
Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður, er ánægður með nýja landsliðsbúninginn hjá Íslandi en mynd af honum lak á netið í morgun.

PUMA mun taka við sem búningaframleiðandi Íslands frá 1. júlí af Errea. Nýr búningur hefur ekki verið kynntur formlega en PUMA birti í morgun mynd á heimasíðu sinni af búning sem er væntanlega nýi búningurinn. Myndinni var síðar eytt.

„Mér líst ljómandi vel á þetta. Þetta nýja skjaldarmerki lúkkar mjög vel og treyjan er góð. Fólk er að tala um grafíkin á treyjunni sé eins og sætisáklæði strætó. Ég vil bara benda á að það er bullandi 90s trend í gangi svo sætisáklæði er bara 100% on point," sagði Guðmundur á Twitter í dag.

Guðmundur er talsvert ánægðari með nýja búninginn en EM búning Íslands árið 2016.

„Ljótleiki þessa búnings fæst ekki lýst með orðum. Þetta er hörmung. Líklegast mannréttindabrot," sagði Guðmundur á Twitter árið 2016 þegar EM búningurinn var kynntur.



Athugasemdir
banner
banner