Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 26. maí 2022 09:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Halldór Árna og Heimir spenntir fyrir kvöldinu - „Enn einn stórleikurinn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er stórleikur í bikarnum í kvöld þegar Breiðablik fær Val í heimsókn en leikurinn hefst kl 19:45.


Fótbolti.net ræddi við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks eftir dráttinn í lok apríl. Hann sá um að draga Val upp úr pottinum og var sáttur við það.

„Við fengum heimaleik, það er fyrir öllu, okkur líður vel á Kópavogsvelli. Það gerir þetta skemmtilegra að fá Val, enn einn stórleikurinn í þessu móti. Við förum brattir í það verkefni, ekki spurning." sagði Halldór.

Breiðablik hefur farið gríðarlega vel af stað í deildinni í ár og er með fullt hús stiga. Liðið féll úr leik í 32 liða úrslitum bikarsins í fyrra og eru staðráðnir í að gera betur í ár.

„Auðvitað ætlar maður sér alltaf lengra. við höfum ekki farið langt í bikarnum síðustu tvö ár, við eigum það inni svo auðvitað stefnum við á það."

Heimir Guðjónsson þjálfari Vals ræddi við Fótbolta.net á dögunum um leikinn í kvöld. Valsmenn eru 8 stigum á eftir Blikum í deildinni en bikarinn er önnur keppni.

„Verðugt verkefni, Blikarnir búnir að vera góðir. Við verðum að vera tilbúnir í 90 mínútur og jafnvel 120 mínútur. Við þurfum að átta okkur á því að þó við lendum í einhverju mótlæti þá verðum við að halda áfram. Við höfum sýnt það í leikjunum í sumar, lentum undir á móti KR og komum til baka, við verðum að finna þetta aftur,"

Það eru þrjár vikur síðan Aron Jóhannsson lék síðast fyrir Val en hann rifbeinsbrotnaði gegn FH þann 6. maí. Heimir sagði fyrr í mánuðinum að hann vonaðist til að hann yrði klár í dag.


Athugasemdir
banner
banner