Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 26. maí 2022 13:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sá Fabinho aldrei fyrir sér sem miðjumann
Mynd: EPA

Fabinho miðjumaður Liverpool hefur verið einn af lykilmönnum liðsins undanfarin ár en það sáu þetta ekki allir fyrir á sínum tíma.


Fabinho er uppalinn í Fluminense í heimalandi sínu, Brasilíu, árið 2012 fór hann á láni til Real Madrid og lék aðallega með varaliði félagsins. Hann kom þó inná í einum leik fyrir aðalliðið og lagði upp mark, liðið var þá undir stjórn Jose Mourinho.

Alberto Toril þáverandi stjóri varaliðsins var til viðtals hjá GOAL á dögunum þar sem hann talaði um Fabinho.

„Hann var mjög feiminn en maður sá strax að hann var með hæfileika. Þegar hann kom var hann í furðulegri stöðu sem leikmaður. Hann var 190 cm á hæð en var hægri bakvörður, óvenjulegt ekki satt?"

„Hann spilaði stundum miðvörð en aldrei á miðjunni. Á þessum tíma sá maður hann ekki fyrir sér sem miðjumann, við vissum þó ekki hver yrði hans besta staða. "

Mourinho fylgdist vel með gangi mála hjá Fabinho.

„Mourinho og þjálfarateymið hans voru mjög hrifnir af honum. Þeir voru alltaf að spurja um hann og fylgdust mjög vel með framþróun hans. Hann æfði oft með aðalliðinu," sagði Toril.

Liverpool og Real Madrid mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar næstkomandi laugardag.


Athugasemdir
banner
banner
banner