Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
Stoltur af litla bróður sínum: Mjög sérstakt
Sverrir Ingi: Hef gaman að því að spila svona leiki
Jón Dagur: Vissum að við ættum Gullann inni
Daníel kom inn á fyrir bróður sinn: „Stór stund fyrir fjölskylduna“
Leið vel í vinstri bakverðinum: „Get leyst hvaða stöðu sem er“
Kristian: Breytti leiknum og þá var þetta eignilega komið
Ekki mikið að gera hjá Elíasi í dag - „Þeir skapa ekki neitt“
„Mikilvægt að bakka upp það sem við erum búnir að tala um“
Hákon Arnar: Þeir áttu bara ekki breik
Ísak um þriðja markið: Ótrúlegt að horfa á þetta
Hilmar the Glacier formaður Tólfunnar: Ég ætla að vona að Arnar sé ekki að fara sýna mér annað
Byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Albert á vinstri kanti
Birta Georgs: Hljóp á stúkuna eins og brjálæðingur
Guðni um tapið: Sárt og svekkjandi
Matthías Guðmunds: Ég er keppnismaður og vil alltaf meira
Lovísa: Við settum stigamet hjá félaginu
Nik fyrir sigur markið: Sögðum skítt með það, höldum áfram að sækja
Jóna: Mér fannst við taka yfir í seinni hálfleik
Gífurlega svekkjandi úrslit - „Áttum meira skilið en þetta er fótbolti“
Einar Guðna: Ótrúlega ánægður
   mán 26. maí 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net og Adam Ægir Pálsson, í samstarfi við Nike, Nova og Coca-Cola, ætla að halda 1 á 1 mót laugardaginn 14. júní. Er þetta fyrsta slíka mótið á Íslandi.

Mótið fer fram klukkan 15:00 á Þróttaravelli í Laugardalnum en sigurvegarinn fær 500.000 kr. í verðlaunafé.

Fyrirkomulag:

- Einn aldursflokkur, allir á móti öllum.
- Verðlaun: 500.000 kr. fyrir 1. sæti og 100.000 kr fyrir 2. sæti.
- Dómarar verða knattspyrnumenn og starfsmenn Fótbolti.net.
- Markmenn verða blanda af atvinnumönnum og fyrrum fótboltamönnum
- Keppendur geta keypt eitt eða tvö líf. Eitt líf kostar 1.500 kr ef keypt á netinu en 2.000 kr á staðnum. Tvö líf kosta 2.500 kr á netinu en 3.500 ef keypt á staðnum. Leikmenn fá armbönd (1 eða 2) sem eru líf þeirra og missa armband þegar þeir tapa viðureign.

Reglur:
Spilað best of 3.

- Skipst á (þannig að allir fá að fara í sókn)
- Kastað upp á hvor byjar
- Byrjum rétt fyrir utan vítateig
- Dómari getur dæmt víti / dómari getur gefið rautt sem jafngildir því að tapa viðureigninni. - Leikmenn fá armband í upphafi og missa það við tap. Hægt að kaupa tvö armbönd.

Hægt er að skrá sig á Tix.is með því að smella hérna. Það er takmarkað magn í boði.
Athugasemdir