Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   mán 26. maí 2025 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Mynd: Fótbolti.net
Fótbolti.net og Adam Ægir Pálsson, í samstarfi við Nike, Nova og Coca-Cola, ætla að halda 1 á 1 mót laugardaginn 14. júní. Er þetta fyrsta slíka mótið á Íslandi.

Mótið fer fram klukkan 15:00 á Þróttaravelli í Laugardalnum en sigurvegarinn fær 500.000 kr. í verðlaunafé.

Fyrirkomulag:

- Einn aldursflokkur, allir á móti öllum.
- Verðlaun: 500.000 kr. fyrir 1. sæti og 100.000 kr fyrir 2. sæti.
- Dómarar verða knattspyrnumenn og starfsmenn Fótbolti.net.
- Markmenn verða blanda af atvinnumönnum og fyrrum fótboltamönnum
- Keppendur geta keypt eitt eða tvö líf. Eitt líf kostar 1.500 kr ef keypt á netinu en 2.000 kr á staðnum. Tvö líf kosta 2.500 kr á netinu en 3.500 ef keypt á staðnum. Leikmenn fá armbönd (1 eða 2) sem eru líf þeirra og missa armband þegar þeir tapa viðureign.

Reglur:
Spilað best of 3.

- Skipst á (þannig að allir fá að fara í sókn)
- Kastað upp á hvor byjar
- Byrjum rétt fyrir utan vítateig
- Dómari getur dæmt víti / dómari getur gefið rautt sem jafngildir því að tapa viðureigninni. - Leikmenn fá armband í upphafi og missa það við tap. Hægt að kaupa tvö armbönd.

Hægt er að skrá sig á Tix.is með því að smella hérna. Það er takmarkað magn í boði.
Athugasemdir
banner
banner