Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 26. júní 2019 11:30
Elvar Geir Magnússon
Kompany setur stefnuna á belgíska meistaratitilinn
Vincent Kompany á æfingasvæði Anderlecht.
Vincent Kompany á æfingasvæði Anderlecht.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany, spilandi stjóri Anderlecht, segir að markmiðið sé að verða Belgíumeistari á komandi tímabili.

Anderlecht missti af Evrópusæti á síðasta tímabili, í fyrsta sinn í 56 ár, og þá var félagið í rannsókn vegna peningaþvætti.

„Á einu tímabili verðum við að vera betri en fimm önnur lið. En ég er sannfærður að með nokkrum breytingum þá getum við náð árangri," segir Kompany.

Kompany yfirgaf Manchester City til að taka við Anderlecht sem 34 sinnum hefur orðið belgískur meistari en síðasta tímabil hjá liðinu var hörmulegt.

Ofan á það fyrrnefnda þá voru stig dæmd af liðinu þegar ólæti áhorfenda á leik gegn Standard Liege gerðu það að verkum að leiknum var frestað. Þá rak félagið Fred Rutten þjálfara eftir að hann hafði stýrt þrettán leikjum.

„Ég vil ekki þurfa að velja á milli þess að spila fallegan fótbolta eða verða meistari. Ég vil bæði. Ég geri mér grein fyrir því að það setur mikla pressu á mig. Eitt er ljóst. Ég kom ekki hingað til að verða í öðru sæti," segir Kompany.

Kompany vann þrennuna með Manchester City á síðasta tímabili en þannig lauk ellefu ára veru hans hjá félaginu. Hann á fjóra Entglandsmeistaratitla, tvo FA-bikara og fjóra deildabikara með City.

Á fréttamannafundi hjá Anderlecht í gær hrósaði hann Pep Guardiola, stjóra City.

„Að vera undir hans stjórn var eins og að vera í háskóla á hverjum degi. Hann útskýrði allt af svo mikilli nákvæmni og ég lærði gríðarlega mikið af honum. Ég er ekki Guardiola en tel mig hafa verið góðan nemanda!"
Athugasemdir
banner
banner
banner