fös 26. júní 2020 22:39
Ívan Guðjón Baldursson
Guðjón Orri biðst afsökunar á ummælum um fjárhag KR
Guðjón Orri var aðalmarkvörður Selfoss sumarið 2017.
Guðjón Orri var aðalmarkvörður Selfoss sumarið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson, sem gekk í raðir KR í janúar eftir tveggja ára dvöl hjá Stjörnunni, sendi frá sér furðulega afsökunarbeiðni á Facebook og Twitter fyrr í kvöld.

Guðjón Orri biðst afsökunar á ummælum sínum um fjárhag KR en ekki er ljóst hvaða ummæli hann er að ræða um.

„Ég sem leikmaður KR biðst innilega afsökunar á þeim ummælum sem èg lét hafa eftir mér á samfélagmiðlum seint í gær um fjárhag KR, og hvernig þeim væri ráðstafað," skrifar Guðjón Orri á Facebook.

„Ég sem nýr leikmaður hjá klúbbnum gerðist sekur um algjört dómgreindarleysi. Það var alls ekki meining mín að skíta út mannorð klúbbsins og vil ég biðja alla KR inga afsökunar á þessum ummælum sem ég lét hafa eftir mér.

„Að lokum vil ég minna á leikinn upp á Skipaskaga á Sunnudaginn. #allirsemeinn"





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner