Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   sun 26. júlí 2020 09:40
Ívan Guðjón Baldursson
Dean Smith: Héldu allir að við værum fallnir
Dean Smith hefur trú á sínum mönnum í Aston Villa fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Nýliðar Villa virtust vera svo gott sem fallnir þar til þeir lögðu Arsenal að velli í síðustu umferð.

Nú eru þeir jafnir Watford á stigum fyrir lokaumferðina og með aðeins betri markatölu. Góður sigur gegn West Ham í dag myndi því líklegast nægja til að tryggja liðinu sæti í úrvalsdeildinni.

„Ég hef haft mikla trú á hópnum frá því að við byrjuðum að vinna saman aftur eftir Covid hlé. Allir héldu að við værum fallnir eftir 3-0 tap gegn Manchester United en síðan þá höfum við nælt okkur í sjö stig, sem hefðu átt að vera níu, í þremur leikjum," sagði Smith.

„Við skiljum hvað við þurfum að gera. Við þurfum að fylgjast með hvað er að gerast í hinum leikjunum og haga okkur í samræmi við það. Alveg eins og í lokin á Championship tímabilinu í fyrra."

Endurkoma Villa í júlí hefur verið frábær þrátt fyrir að vera án Wesley og Tom Heaton vegna meiðsla.

„Eftir 33 ár í fótbolta er ég orðinn vanur pressunni sem fylgir þessu. Ég fer ekki mikið upp eða niður og finnst mikilvægt að gefa gott fordæmi fyrir leikmenn til að þeir læri að stjórna tilfinningum sínum."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Crystal Palace 15 7 5 3 20 12 +8 26
5 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
6 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
7 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
8 Brighton 15 6 5 4 25 21 +4 23
9 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
10 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
11 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
12 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 15 5 2 8 20 24 -4 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 15 3 4 8 17 29 -12 13
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 15 0 2 13 8 33 -25 2
Athugasemdir
banner
banner