Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. júlí 2021 23:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Maður heldur ekkert eðlilega mikið með Kolla"
Icelandair
Marki fagnað um síðustu helgi.
Marki fagnað um síðustu helgi.
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Guðmundur Svansson
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið á góðu skriði með liði sínu Gautaborg í Svíþjóð.

Kolbeinn hefur frá EM 2016 ekki verið upp á sitt besta en virðist vera að finna sinn gamla takt núna fimm árum seinna. Það eru frábær tíðindi fyrir íslenska landsliðið því liðið á mjög mikilvæga leiki í haust og vonandi að þessi markavél haldi áfram að skora mörk.

Kolbeinn hefur skorað fjögur mörk í tólf leikjum í Allsvenskan og lagt upp þrjú. Hann hefur byrjað alla leiki liðsins í deildinni frá því hann kom inn á í fyrstu umferð deildarinnar.

Landsliðsframherjinn kom til Gautaborgar eftir erfitt tímabil með AIK í fyrra. Hann var til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

„Upprisa Kolbeins Sigþórssonar, mér finnst hún æðisleg. Skoraði og lagði upp um síðustu helgi. Ég er með æði fyrir því að honum gangi vel því það er stutt í mikilvæga landsleiki," sagði Hörður Snævar Jónsson, annar af sérfræðingum þáttarstjórnandans Hjörvars Hafliðasonar, í kostuðum dagskrárlið.

Hjörvar spurði hvort það væri ekki dálítið óvænt hvað Kolbeinn væri að koma sterkur til baka.

„Jú, það er það. Maður heldur ekkert eðlilega mikið með Kolla, maður er búinn að vona svo mikið að hann komi til baka og að maður sjái þennan Kolla sem maður sá oft á tíðum. Geggjaður fótboltamaður og það er miður að meiðsli hafa sett jafnmikið strik í reikninginn á ferlinum hans eins og gerði. Ég vona svo innilega að þetta form hans haldi áfram inn í þessa landsleiki sem eru framundan," sagði Arnar Sveinn Geirsson, hinn sérfærðingur í þætti gærdagsins.

Kolbeinn er 31 árs gamall framherji sem hefur skorað 26 mörk í 64 landsleikjum. Hann er jafnmarkahæsti landsliðsmaður sögunnar, jafn Eiði Smára Guðjohnsen.

Í september mætir A-landsliðið liðum Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalands á heimavelli í undankeppni HM. Staðan í riðlinum er ekkert sérstök fyrir Ísland, landsliðið er með þrjú stig eftir þrjá leiki spilaða.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner