Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 26. júlí 2021 14:30
Elvar Geir Magnússon
Valeri Karpin nýr þjálfari Rússlands (Staðfest)
Valeri Karpin.
Valeri Karpin.
Mynd: Getty Images
Í dag var haldinn fréttamannafundur í Moskvu þar sem Valeri Karpin var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Rússlands.

Hann tekur við starfinu af Stanislav Cherchesov sem var leystur undan samningi eftir að hann mistókst að koma Rússlandi upp úr riðlakeppni EM alls staðar.

Karpin hefur þjálfað rússneska liðið Rostov síðan 2017 og mun halda því starfi áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hjá Rostov hefur hann þjálfað Íslendinga, þar á meðal Ragnar Sigurðsson.

Karpin lék á sínum tíma 72 landsleiki fyrir Rússland og tók þátt í HM 1994, EM 1996 og HM 2002.

Hann fær nú það verkefni að koma Rússlandi á HM í Katar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner