
Chris Brazell, þjálfari Gróttu, gerði fimm breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Grindavík í gær. Grótta hafði tapað sjö leikjum í röð fyrir leikinn í gær.
Grótta vann 3-1 sigur en Chris tekur ekki allt kreditið.
Grótta vann 3-1 sigur en Chris tekur ekki allt kreditið.
Lestu um leikinn: Grótta 3 - 1 Grindavík
„Það er auðvelt að segja að þetta hafi gengið upp (að gera þessar breytingar) af því við unnum. En ég er alls ekki snillingurinn á bakvið þennan sigur, heldur eru það strákarnir í liðinu. Það var gott að fríska liðið aðeins upp. Við erum að glíma við svo mikil meiðsli, aðallega út af vellinum hér. Það er mjög erfitt að æfa á honum halda sér í standi. Sumar breytingarnar voru vegna meiðsla og sumar tengdust frammistöðu leikmanna."
„Það er samkeppni í hópnum og okkur fannst vera kominn tími að koma inn öðrum leikmönnum inn í liðið. Til að vera sanngjarn við þá sem duttu úr liðinu þá voru það þeir sem komu inn í lokin og kláruðu þennan sigur. Ég er mjög ánægður með alla sem spiluðu og alla sem áttu þátt í þessu með nærveru sinni síðustu daga."
Lengi hefur verið kvartað yfir gervigrasinu á heimavelli Gróttu og eftir síðasta tímabil skrifuðu leikmenn félagsins opið bréf til bæjarstjórnar þar sem þeir höfðu áhyggjur af ástandi vallarins.
Tveir leikmenn í kvennaliði Gróttu hafa slitið krossband á vellinum í sumar. Það eru þær Emily Amano og Franciele Cupertino sem komu til Gróttu fyrir tímabilið.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir