Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. ágúst 2021 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: KFG skoraði fjögur gegn toppliði Hattar/Hugins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFG 4 - 2 Höttur/Huginn
1-0 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('12)
1-1 Manuel Garcia Mariano ('24)
2-1 Gunnar Orri Aðalsteinsson ('48)
3-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('77)
4-1 Jóhann Ólafur Jóhannsson ('81)
4-2 Brynjar Þorri Magnússon ('95)

KFG var rétt í þessu að blanda sér í toppbaráttu 3. deildar með frábærum sigri á toppliði Hattar/Hugins.

Gunnar Helgi Hálfdanarson kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en Manuel Garcia Mariano jafnaði fyrir gestina og var staðan jöfn í leikhlé.

Gunnar Orri Aðalsteinsson kom KFG yfir á ný í upphafi síðari hálfleiks og gerði Jóhann Ólafur Hálfdanarson út um leikinn með tvennu á lokakaflanum áður en Brynjar Þorri Magnússon minnkaði muninn.

KFG vann 4-2 og er í fjórða sæti eftir sigurinn, einu stigi eftir Elliða í öðru sæti og með leik til góða.

Höttur/Huginn er áfram með fjögurra stiga forystu á toppinum en Ægir og KFG sækja hart að.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner