Jackson nálgast Bayern - Mainoo gæti farið frá Man Utd - Como hafnaði tilboði Tottenham í Paz
   þri 26. ágúst 2025 16:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fóru úr næst neðsta sæti í undanúrslitin í 5. deild
Úlfarnir fagna.
Úlfarnir fagna.
Mynd: Aðsend
Álafoss mætir Úlfunum í undanúrslitum.
Álafoss mætir Úlfunum í undanúrslitum.
Mynd: Raggi Óla
Það var heldur betur dramatík í 5. deild karla í gærkvöldi þegar ljóst varð hvaða lið mætast í undanúrslitum deildarinnar. Spilað er um tvö laus sæti í 4. deild.

Úlfarnir smeygðu sér í undanúrslitin á markatölu með 0-8 sigri gegn Þorláki í gærkvöldi. Þeir þurftu að vinna stórt þar sem BF108 var með betri markatölu.

Úlfarnir þurftu að vinna upp fjögurra marka mun eftir að BF108 vann 2-3 sigur á RB í Nettóhöllinni. Úlfarnir voru 0-3 yfir í hálfleik gegn Þorláki en komu sterkir út í seinni hálfleikinn og unnu að lokum 0-8 sigur.

Kristo Beshiku hefur verið drjúgur fyrir Úlfana í sumar en hann skoraði fjögur mörk í leiknum í gær. Alls hefur hann gert ellefu mörk í sjö leikjum.

Úlfarnir enduðu tímabilið frábærlega en þeir voru í sjöunda sæti af átta liðum þegar mótið var hálfnað, aðeins með fimm stig. Þeir unnu alla leikina í seinni umferðinni og eru komnir í undanúrslitin eftir dramatík í gær.

KFR, Álafoss og Skallagrímur eru hin liðin í undanúrslitunum sem hefjast á laugardaginn næstkomandi. LIðin sem vinna undanúrslitaeinvígin fara upp í 4. deild.

Undanúrslitin:
Skallagrímur - KFR
Úlfarnir - Álafoss

Leikdagar:
30. ágúst, Skallagrímur - KFR
1. september, Úlfarnir - Álafoss
6. september, KFR - Skallagrímur
7. september, Álafoss - Úlfarnir

Spilað er um sigur í deildinni 11. september.
Athugasemdir
banner