Real Betis er sagt hafa náð samkomulagi við Manchester United varðandi brasilíska kantmanninn Antony.
Antony lék á síðasta tímabili á láni hjá Betis og stóð sig þar býsna vel.
Antony lék á síðasta tímabili á láni hjá Betis og stóð sig þar býsna vel.
Betis hefur í sumar reynt að fá Antony aftur á láni og núna er það að ganga í gegn.
Mike McGrath, fréttamaður Telegraph, segir að heimildir sínar á Spáni hermi að samkomulag sé í höfn á milli félaganna. Hinn 25 ára gamli Antony fari til Betis á láni með kaupskyldu.
Antony var keyptur til Man Utd frá Ajax fyrir allt að 100 milljónir evra. Hann náði hins vegar engan veginn að standast þær væntingar sem gerðar voru til hans á Old Trafford.
Athugasemdir