Enski sóknarmaðurinn Jamie Vardy er enn án félags eftir að hafa yfirgefið Leicester eftir síðasta tímabil.
Núna er hann óvænt orðaður við Ítalíumeistara Napoli sem eru í leit að sóknarmanni eftir að Romelu Lukaku meiddist illa.
Núna er hann óvænt orðaður við Ítalíumeistara Napoli sem eru í leit að sóknarmanni eftir að Romelu Lukaku meiddist illa.
Lukaku verður frá næstu mánuðina eftir að hafa meiðst á dögunum.
Rasmus Höjlund, sóknarmaður Manchester United, hefur verið orðaður við Napoli en núna er Vardy líka bendlaður við félagið sem væri vægast sagt áhugavert.
Vardy er 38 ára gamall og spilaði með Leicester frá 2012 til 2025. Á þeim tíma spilaði hann 500 leiki og skoraði 200 mörk.
Þetta er ekki fyrsti athyglisverði orðrómurinn í kringum Vardy í sumar þar sem hann hefur einnig verið orðaður við Manchester United og Wrexham.
Athugasemdir