Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   sun 26. september 2021 11:00
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé ekki alveg að átta mig á þessu ennþá. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast en svo núna eftir KR leikinn og það var tækifæri á þessu þá fór kerfið bara í panikk. Ég er búinn að vera svo stressaður alla vikuna, búinn að borða illa, sofa illa en svo tókst þetta í dag og ég gæti ekki verið sáttari.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson oft nefndur Herra Víkingur eftir 2-0 sigur Víkinga á Leikni í gær sem batt endahnútinn á frábært tímabil Víkinga og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Halldór hefur verið lengi í Víkinni og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með vel yfir 300 leiki. Hann hefur farið með liðinu í gegnum djúpa öldudali en risið aftur upp með liðinu á ný. Þetta hlýtur að vera extra sætt fyrir hann.

„Síðan maður byrjaði í Víking 94 hefur verið bölvað flakk á liðinu. Liðið hefur ekki haldið sér lengur en tvö ár í deildinni frá því við urðum meistarar 91 þar til við fórum upp 2013 og þetta er bara algjört rugl að vera orðin Íslandsmeistari með Víking eftir allan þennan tíma.“

Halldór var því næst spurður um það hvernig það væri fyrir hann að spila með Kára og Sölva í hjarta varnarinnar og þau áhrif sem þeir hafa haft á leikmannahópinn.

„Eins og ég sagði í einhverju viðtali um daginn þá er ég allt í lagi hafsent í þessari deild. En þegar ég spila þá er ég með við hliðina á mér annars vegar Sölva Geir eða Kára Árnason. Þetta eru tveir af bestu hafsentum Íslandssögunar og þeir hafa gert þetta svo auðvelt fyrir mig. Þeir gera alla í kringum sig betri og þetta hefur gengið mjög vel og ég á þeim allt að þakka.“

Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner