Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   sun 26. september 2021 11:00
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé ekki alveg að átta mig á þessu ennþá. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast en svo núna eftir KR leikinn og það var tækifæri á þessu þá fór kerfið bara í panikk. Ég er búinn að vera svo stressaður alla vikuna, búinn að borða illa, sofa illa en svo tókst þetta í dag og ég gæti ekki verið sáttari.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson oft nefndur Herra Víkingur eftir 2-0 sigur Víkinga á Leikni í gær sem batt endahnútinn á frábært tímabil Víkinga og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Halldór hefur verið lengi í Víkinni og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með vel yfir 300 leiki. Hann hefur farið með liðinu í gegnum djúpa öldudali en risið aftur upp með liðinu á ný. Þetta hlýtur að vera extra sætt fyrir hann.

„Síðan maður byrjaði í Víking 94 hefur verið bölvað flakk á liðinu. Liðið hefur ekki haldið sér lengur en tvö ár í deildinni frá því við urðum meistarar 91 þar til við fórum upp 2013 og þetta er bara algjört rugl að vera orðin Íslandsmeistari með Víking eftir allan þennan tíma.“

Halldór var því næst spurður um það hvernig það væri fyrir hann að spila með Kára og Sölva í hjarta varnarinnar og þau áhrif sem þeir hafa haft á leikmannahópinn.

„Eins og ég sagði í einhverju viðtali um daginn þá er ég allt í lagi hafsent í þessari deild. En þegar ég spila þá er ég með við hliðina á mér annars vegar Sölva Geir eða Kára Árnason. Þetta eru tveir af bestu hafsentum Íslandssögunar og þeir hafa gert þetta svo auðvelt fyrir mig. Þeir gera alla í kringum sig betri og þetta hefur gengið mjög vel og ég á þeim allt að þakka.“

Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner