Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 26. september 2021 11:00
Sverrir Örn Einarsson
Halldór Smári: Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Halldór Smári gat ekki leynt tilfinningum sínum að leik loknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég held að ég sé ekki alveg að átta mig á þessu ennþá. Ég hélt í hreinskilni sagt að þetta myndi aldrei gerast en svo núna eftir KR leikinn og það var tækifæri á þessu þá fór kerfið bara í panikk. Ég er búinn að vera svo stressaður alla vikuna, búinn að borða illa, sofa illa en svo tókst þetta í dag og ég gæti ekki verið sáttari.“
Sagði Halldór Smári Sigurðsson oft nefndur Herra Víkingur eftir 2-0 sigur Víkinga á Leikni í gær sem batt endahnútinn á frábært tímabil Víkinga og tryggði þeim Íslandsmeistaratitilinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Leiknir R.

Halldór hefur verið lengi í Víkinni og er leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins með vel yfir 300 leiki. Hann hefur farið með liðinu í gegnum djúpa öldudali en risið aftur upp með liðinu á ný. Þetta hlýtur að vera extra sætt fyrir hann.

„Síðan maður byrjaði í Víking 94 hefur verið bölvað flakk á liðinu. Liðið hefur ekki haldið sér lengur en tvö ár í deildinni frá því við urðum meistarar 91 þar til við fórum upp 2013 og þetta er bara algjört rugl að vera orðin Íslandsmeistari með Víking eftir allan þennan tíma.“

Halldór var því næst spurður um það hvernig það væri fyrir hann að spila með Kára og Sölva í hjarta varnarinnar og þau áhrif sem þeir hafa haft á leikmannahópinn.

„Eins og ég sagði í einhverju viðtali um daginn þá er ég allt í lagi hafsent í þessari deild. En þegar ég spila þá er ég með við hliðina á mér annars vegar Sölva Geir eða Kára Árnason. Þetta eru tveir af bestu hafsentum Íslandssögunar og þeir hafa gert þetta svo auðvelt fyrir mig. Þeir gera alla í kringum sig betri og þetta hefur gengið mjög vel og ég á þeim allt að þakka.“

Sagði Halldór Smári en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner