Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 16:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísak Bergmann skoraði sitt fyrsta mark - Elías hélt hreinu
Ísak Bergmann
Ísak Bergmann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslendingar voru sigursælir í evrópuboltanum í dag.

Danmörk

Ísak Bergmann Jóhannesson byrjaði á bekknum í 5-1 sigri FCK gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Hann kom inná sem varamaður á 76. mínútu og skoraði fimmta mark liðsins fjórum mínútum síðar.

Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland sem sigraði Randers með einu marki gegn engu. Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn fyrir OB í 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Aron Sigurðarson lagði upp sigurmark Horsens í 2-1 sigri liðsins gegn Nykoping í næst efstu deild.

Svíþjóð

Böðvar Böðvarsson var í byrjunarliði Helsingborg er liðið tapaði 2-1 gegn Östers.

Holland

Albert Guðmundsson lék 65. mínútur í 5-0 sigri AZ Alkmaar gegn Go Ahead Eagles.

Hvíta-Rússland

Willum Þór Willumsson spilaði sinn fyrsta leik síðan í maí er hann kom inná undir lok leiksins í lið Bate gegn Rukh Brest í 2-2 jafntefli. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner