Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   þri 26. september 2023 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta um Ramsdale: Alltaf erfitt að sitja á bekknum
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Aaron Ramsdale virðist vera búinn að missa byrjunarliðssætið sitt hjá Arsenal eftir að félagið keypti David Raya frá Brentford.


Mikel Arteta er þó á því máli að svo þurfi ekki að vera, enda sé nógu mikið af leikjum í boði á tímabilinu til að báðir markverðir fái að spreyta sig.

„Það er alltaf erfitt fyrir leikmenn að sitja á bekknum en það er mikilvægt að þeir geri það með jákvæðu hugarfari. Þeir verða að sýna stuðning og Aaron hefur verið frábær, hann er mikilvægur partur af hópnum okkar," sagði Arteta meðal annars á dögunum.

„Ég býst við að leikmenn bregðist vel við því að vera á varamannabekknum, ég býst við því besta frá þeim hvort sem þeir eru innan eða utan vallar. Það er staðreynd að alltaf þegar þú ert inni á vellinum, þá er annar leikmaður sem er það ekki. Við erum liðsheild."

Ramsdale er einn af mörgum leikmönnum Arsenal sem hafa skrifað undir nýja samninga við félagið á síðasta ári, en Martin Ödegaard, Gabriel Magalhaes, Gabriel Martinelli, William Saliba og Bukayo Saka eru allir búnir að skrifa undir á tólf mánuðum, auk Reiss Nelson og Ethan Nwaneri.


Athugasemdir
banner
banner