Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   þri 26. september 2023 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Ingibjörg með boltann í leiknum í kvöld
Ingibjörg með boltann í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Selma kjötaði Popp.
Selma kjötaði Popp.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Íslands átti líkt og liðsfélagar sínir langt og erfitt kvöld í Bochum í Þýskalandi þar Ísland beið lægri hlut 4-0 gegn Þýskalandi í 2,umferð A-deildar Þjóðardeildarinnar í kvöld. Hvernig er tilfinningin eftir leik?

   26.09.2023 18:23
Þungt tap gegn Þjóðverjum

Lestu um leikinn: Þýskaland 4 -  0 Ísland

„Það er ekkert svo góð tilfinning að tapa en við töpuðum bara á móti betra liði hérna í dag. Þær voru bara drullugóðar.“

Lið Þýskalands var vel stutt í stúkunni og var stemmingin góð þeirra megin á vellinum. Eitthvað sem mögulega hjálpaði Þýska liðinu en talsvert hefur verið rætt um krísu innan þeirra herbúða eftir lélegt gengi á HM í sumar og tap gegn Danmörku á dögunum.

„Það hefur hundrað prósent gefið þeim orku en mér finnst við samt hafa skapað góða stemmingu innan liðsins og vorum að peppa hvor aðra upp allan leikinn. Ég held að það sé eitt sem við getum tekið út úr leiknum að það er góður andi í liðinu.“

Framherjar Þjóðverja eru sannarlega úr efstu hillu og gerðu varnarmönnum Íslands oft á tíðum lífið leitt í kvöld. Hvernig var að eiga við þær?

„Þetta eru heimsklassa leikmenn og má ekki gefa þeim neitt pláss. Við gerðum alveg ágætlega en ef maður gefur þeim smá pláss þá kemur mark og við fundum fyrir því.“

Ingibjörg fékk að líta gula spjaldið fyrir að stympingar við einn af téðum framherum þegar hún ýtti við Alexöndru Popp. Hvað gerðist þar?

„Selma byrjar bara á því að kjöta Popp sem verður pirruð og ýtir henni frá sér og þá ýti ég í hana til baka. Mér fannst ég nú bara gera það sama og Popp gerði. Þetta var kannski heimskulegt hjá mér en þetta er týpískt þegar maður spilar á móti stórstjörnum og maður verður alltaf undir hjá dómararnum með svona stórstjörnur.“

Sagði Ingibjörg og bætti síðan við um hvort íslenska liðið hefði mátt sýna meiri hörku.

„Mér fannst þarna aðeins áður að við værum að leyfa þeim að vera of harðar við okkur og við værum ekki alveg að matcha þær. Ég var líka aðeins að hugsa að það kæmi smá "statement útfrá því en svo kemur gult spjald. “
.
Allt viðtalið við Ingibjörgu má sjá i spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner