mán 26. október 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Gunnhildur Yrsa: Þetta verður 50/50
Icelandair
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við ætlum að spila okkar leik, einbeita okkur að okkur og hafa trú. Ef við mætum 100% til leiks þá getur allt gerst," segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir um stórleikinn gegn Svíþjóð á morgun.

Ísland og Svíþjóð eru að berjast um efsta sæti riðilsins í undankeppni EM en 1-1 jafntefli varð niðurstaðan í leik liðanna á Laugardalsvelli í síðasta mánuði.

„Þetta verður baráttuleikur. Þetta verður 50/50 og getur farið á báða bóga. Ég mæli með að allir horfi á hann."

Gunnhildur Yrsa er í viðtali á Twitter síðu KSÍ en þar talar hún meðal annars um unga leikmenn sem eru að koma inn í íslenska liðið.

„Þær eru búnar að vera geggjaðar. Það er góð samsetning af gömlum leikmönnum og ungum, af reynslu og hungruðum leikmönnum. Það er gott að fá Fríðu (Hólmfríði Magnúsdóttur) inn núna. Hún kemur með mjög mikla reynslu í hópinn. Eins og flestir sáu í Svía leiknum þá höndluðu þær þetta mjög vel."

Íslenska liðið fór til Svíþjóðar á þriðjudaginn og hefur því æft ytra í viku fyrir leikinn á morgun.

„Nokkrar okkar hafa ekki verið í fótbolta í smá tíma og það er gott að koma snemma út og æfa saman. Við erum búnar að fá góðan undirbúning," sagði Gunnhildur Yrsa á Twitter síðu KSÍ.
Athugasemdir
banner
banner
banner