þri 26. október 2021 21:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sif komin til baka: Ég er ótrúlega stolt
Icelandair
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sif Atladóttir spilaði sinn fyrsta landsleik í rúm tvö ár í kvöld þegar Ísland vann 5-0 sigur á Kýpur. Frá því hún spilaði sinn síðasta landsleik eignaðist hún sitt annað barn.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Sif var með fyrirliðabandið í leiknum í kvöld. Hún var mjög stolt af því að fá bandið.

„Það er mikill heiður að fá að bera fyrirliðabandið og sérstaklega á heimavelli. Ég er ótrúlega stolt," sagði Sif í samtali við RÚV eftir leikinn.

Breiddin í íslenska liðinu er mjög og margir góðir leikmenn að koma upp. „Þessi kynslóð, þetta eru svolítið öðruvísi leikmenn en ég og mín kynslóð. Ég er pínu að deyja út. Þetta eru stórkostlegar stelpur sem eru búnar að leggja sig mikið fram."

„Við hefðum kannski viljað opna þær aðeins betur. Það er alveg ótrúleg framtíð í íslenska kvennalandsliðinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner