Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 26. október 2021 22:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vill halda umræðunni á réttu plani en gat ekki logið
Icelandair
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld.
Sveindís Jane skoraði tvö mörk í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann mjög svo sannfærandi sigur á slöku liði Kýpur í undankeppni HM í kvöld. Leikurinn endaði 5-0 fyrir Íslandi.

Lestu um leikinn: Ísland 5 -  0 Kýpur

Það var vitað fyrir leik að Ísland væri með mikið sterkara lið og ætti að vinna sannfærandi. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, var hins vegar varkár þegar hann talaði um leikinn.

„Við getum ekki nálgast þennan leik á þann hátt að við munum bara ganga í gegnum þær. Við þurfum að nálgast leikinn af alvöru, festu, krafti og leggjum leikinn ekki upp þannig að við vinnum 10-0. Það er bara fáránleg umræða. Það er grundvallaratriði að við ætlum að vinna leikinn," sagði Steini á fréttamannafundi fyrir leik.

Sveindís Jane Jónsdóttir, framherji Íslands, var á fréttamannafundi á sunnudag þar sem hún var spurð út í leikinn og lið Kýpur. Hún talaði aðeins öðruvísi en þjálfari sinn. „Við ætlum að sækja vel á þær og skora eins mikið og við getum. Við ætlum auðvitað líka að verjast, en planið er að sækja vel á þær og skerpa aðeins á sóknarleiknum."

Kýpur hafði tapað tveimur leikjum í röð 8-0 fyrir leikinn í kvöld. „Við ætlum að gera eins og hin tvö liðin sem hafa skorað átta mörk á þær, eða fleiri bara. Þetta er akkúrat leikur þar sem við viljum koma markatölunni aðeins upp," sagði Sveindís er hún var spurð hvort þetta væri ekki tilvalinn leikur til að laga markatöluna.

Leikurinn endaði 5-0 og sigurinn var sannfærandi. Steini var spurður að því eftir leikinn hvort ummæli Sveindísar hefðu farið í taugarnar á sér.

„Sveindís er ung. Þú sem þjálfari segir aldrei svona. Ég tek ekki þátt í þessari umræðu. Ef hún vill tala svoleiðis, þá er það hennar. Ég vil stýra þessu þannig að við séum einbeitt á að gera hlutina rétt og vel. Maður er alltaf eitthvað að pikka í gagnvart vanmati og öðru. Maður vill halda umræðunni á eðlilegum grundvelli fyrir okkur. Að fara á flug með að þú ætlir að skora 10 mörk plús, það er ekki endilega að hjálpa," sagði Þorsteinn.

„Þetta er eitthvað sem þjálfarar eru alltaf að reyna að rembast við að stýra og hafa áhrif á. Fyrir þennan leik gat ég samt ekki logið neinu um að þær væru rosalega góðar. En við reyndum að stýra umræðunni þannig að þær kæmu rétt stemmdar inn í leikinn."

Steini talaði um að varnarleikur Kýpur væri agaður. Var hann þá bara eitthvað að bulla með það? „Hann er agaður, en þær eru bara ekki góðar," sagði landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner