fim 26. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögulega slakur árangur hjá Marseille
Mynd: Getty Images
Franska úrvalsdeildarfélagið Marseille tapaði fyrir Porto í Meistaradeildinni í gærkvöldi.

Liðið hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum í keppninni til þessa og á ekki lengur möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Marseille hefur núna tapað 13 leikjum í röð í Meistaradeildinni - hvorki meira né minna. Síðasti sigurleikur liðsins í keppninni kom gegn Inter árið 2012.

Eftir tapið í gær á Marseille núna metið yfir flest töp í röð, í sögu keppninnar. Liðið er búið að bæta met Anderlecht.

Marseille endaði í öðru sæti í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vann sér þannig þátttökurétt í Meistaradeildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner